Algeng stærð fyrirtækja á Íslandi.

Þessi fyrirtækja hópur samanstendur í raun af frekar litlum fyrirtækjum en eru þó flest með mótaðan og skipulagðan rekstur. Velta þeirra oft á bilinu frá nokkrum tugum milljóna og upp í nokkur hundruð milljónir og starfsmannafjöldi á bilinu frá 3-30 starfsmenn.

Þessi fyrirtæki eru oftast í tveggja mánaða skilum virðisaukaskatts. Vinna við bókhald fer fram á tveggja mánaða fresti eða oftar eftir umfangi bókhaldsins og VSK uppgjör á tveggja mánaða fresti.

Þessi fyrirtæki nýta sér gjarnan þá kosti Reglu netkerfisins að vinna ákveðinn hluta bókhaldsins hjá sér. Það er t.d. algengt að sölukerfi Reglu netbókhaldsins sé sett upp í fyrirtækinu og að reikningar séu að mestu leiti skrifaðir út þar. Regla netbókhald býður einnig upp á tengingu við undirkerfi s.s. kassakerfi og posa.

Launavinnsla fer fram um mánaðamót. Launaupplýsingar s.s. tímar o.fl. er sent í netpósti og launaseðlar og skilagreinar sendar rafrænt til fyrirtækisins, starfsmanna, RSK og lífeyrissjóða.

Þessi fyrirtækjahópur notfærir sér bókhaldsstofur vegna uppgjöra, skattframtala og samskipta við RSK ofl. opinbera aðila.

ÖX bókhaldsstofa notar Evernote netský til að koma gögnum til viðskiptavina sinna. Öll gögn í Evernote má skoða í hvaða vafra sem er eða í síma eða speldi.

Latest comments

Share this page